Formaður Rafiðnaðarsambandsins var dæmdur til að greiða forsvarsmönnum starfsmannaleigu 1,5 milljón króna í miskabætur og málskostnað. Hann hafði látið hörð orð falla um vinnubrögð fyrirtækisins 2B í garð pólskra verkamanna við Kárahnjúka. Hann hafði reynt að gæta hagsmuna lítilmagnans, sem fyrirtækið hafði fótum troðið. Dómurinn fylgir nýjum sið íslenzkra dómstóla að dæma háar fébætur fyrir meiðyrði og brot á persónufrelsi. Þessir misvitru dómar munu smám saman draga úr gegnsæi þjóðfélagsins, efla fasisma og leiða vandræði yfir þjóðfélagið.