Betri stjórar

Punktar

Breytingar Páls Magnússonar á stjórum í Ríkisútvarpinu eru til mikilla bóta. Í fyrsta skipti í langan tíma verða ekki séð nein pólitísk afskipti. Nýja uppstillingin er mun sterkari en sú, sem áður var. Horfið hafa ýmsar silkihúfur, sem forveri Páls réði meira út á flokkshollustu en getu. Að mestu er óbreytt yfirmennska á fréttastofum, en fækkað silkihúfum við almenna framkvæmdastjórn af ýmsu tagi. Eftir breytinguna verður stofnunin betur en áður í stakk búin að keppa á markaði ljósvakamiðla. Hitt er svo líka rétt, að ekki er hægt að öfunda neinn af að keppa við ríkisrekstur.