Ég er með innrammað bréf, ekki til mín, frá Jóni Steinari Gunnlaugssyni dómara, þar sem látin er í ljós óvenjulega vanstillt skoðun á manni og málefni. Tilefnið var, að á sínum tíma vann Jón mikið við að semja “hlutlausar” álitsgerðir í þágu ráðherra. Mér finnst fyndið, að hann skuli vera orðinn hæstaréttardómari. Hann hæfði betur embættinu, ef dauðarefsing væri kostur í stöðu Hæstaréttar. Mér finnst vægt til orða tekið, að hann kalli ákærðan mann “raft”. Hann er vanur að taka sterkar til orða, ef honum finnst einhver vera fyrir sér.