Íslenzkir majórar

Punktar

Morgunblaðið talaði í gær við Herdísi Sigurgrímsdóttur “majór” í hernámi Íraks. Hún á að vera á græna svæðinu í Bagdað, sem “er auðvitað Írak” að sögn annars hernámsliða, Steinars Sveinssonar. Það er bull. Þið sannfærist um það með því að lesa langa lýsingu George Packer í The New Yorker á græna svæðinu í Bagdað. Græna svæðið er limbó, þar sem menn hafa ekki hugmynd um Írak. Þeir búa í gervi af Bandaríkjunum, svo fjarri veruleikanum, að þeir eru hættir að nota innfædda túlka. Heldur flytja þá inn frá Jórdaníu. Greinin er flott lýsing á græna svæðinu sem skrípó fyrir ameríska bjána.