Í fyrsta skipti á ævinni varð ég að vaða þang og grjót og klofa yfir malbiksflögur á göngugötunni út í Suðurnes. Sjórinn hefur oft gengið á land á Eiðisgranda, en er nú líka farinn að vaða yfir varnargarða Suðurstrandar. Áður fyrr gekk sjór á land einu sinni á vetri nálægt húsi Jóns Loftssonar. En í vetur hefur hann oft flætt þar. Í þetta sinn rauf hann skarð í varnargarðinn. Í næsta Básendaflóði mun sjór flæða stranda milli um Kolbeinsstaðamýri með miklu eignatjóni. Samt vill Bingi í borginni byggja hverfi úti í sjó við Örfirisey. Til að gleðja verktaka.