Fréttin kom ekki

Punktar

Fréttin um prófílana kom ekki heldur í Fréttablaðinu í morgun. Mér er óskiljanlegt, að lítilvægt sé, hvernig hlutföll eru milli málaflokka af þeim, sem krossuðu við fimm, þ.e. skiptir mjög miklu. Einnig af þeim, sem krossuðu við einn, þ.e. skiptir mjög litlu. Mikilvægt er, hversu mörgum finnst eitthvað skipta mjög miklu og mjög litlu. Það gefur meiri vísbendingu en heildarútkoman í blaðinu í gær. Eitt málið gæti fengið 50% út á einkunnir 1 og 5, annað mál fær sömu niðurstöðu út á einkunnir 2 og 4 og þriðja málið fær bara þrista. Enda rangtúlkaði visir.is könnunina í gær.