Evrópusambandið er samfelld sigurganga. Jafnvel hin fáránlega langa 50.000 orða stjórnarskrá, sem féll í Frakklandi og Hollandi, hefur tekið gildi í átján löndum þess. Nánast öll Evrópa er eitt myntsvæði og öll álfan er einn markaður. Lög um alla álfuna eru mótuð af sambandinu. Aldrei verður aftur stríð í Evrópu. Þetta er stórkostlegri afrekaskrá en flestra annarra fjölþjóðasamtaka. Menn kvarta og kveina út af smámunasemi sambandsins. Og ný ríki hafa átt erfitt með að fóta sig í regluverkinu. Samt er Evrópusambandið hornsteinn að lífi utangarðsríkja á borð við Ísland.