Blogglætin um huldufund Geirs Haarde og Steingríms Sigfússonar sýnir tvennt: Lítið er að marka blogg og bloggi er ofhossað. Við hrærumst í baráttu, þar sem nokkrar spunakerlingar úr vinnumiðlun Framsóknar mynda skjallbandalag í bloggi. Þær tyggja slúðrið hver upp eftir annarri í von um, að slúður annarra fjalli um annað en vinnumiðlunina. Sjónvarpsþáttur, sem þykist vera alvöruþáttur, reynir að negla niður fund, sem ekki hefur fundizt. Þáttastjórinn bloggar svo um, að Geir og Steingrímur eigi að tjá sig um blogg hans. Þetta rugl er ársins örstormur í vatnsglasi.