Evrópumenn geta valið erfðabreyttan mat eða hafnað honum, af því að það er merkt á umbúðirnar. Hér í villtu vestri geta menn ekki valið, erfðabreyttur matur og fóður eru flutt inn án merkinga. Erfðabreytt fóður er notað í innlendum landbúnaði án þess að okkur sé sagt frá því. Stundum er jafnvel fullyrt, að það sé ekki notað. Þegar upp kemst um karlinn Guðna, munu erlendir viðskiptavinir landbúnaðarins kippa að sér hendinni. Erfðabreytt ræktun hefur verið leyfð í Skagafirði, án þess að fólki sé gefinn kostur á að hafna búvörum sýslunnar. Svona er leyndó á Íslandi árið 2007.