Algerlega á tánum

Punktar

“Við ætlum að vera algerlega á tánum í þessum efnum,” segir tæknistjóri Garðabæjar í Mogganum. Hver er munurinn á að vera “á tánum” og “algerlega á tánum”? Hvort tveggja þýðir á íslenzku að “vera viðbúinn”. Dæmið sýnir vandræði manna, sem þurfa sífellt að finna ýktari orð en áður. Og nóg er af klisjum í örstuttum texta mannsins: “sem er að gerast í kringum okkur í þessum efnum … þetta fær núna aukið vægi hjá bæjarfélaginu … algerlega á tánum í þessum efnum.” Kenna þarf mörgum embættismönnum venjulega íslenzku. Og kannski nokkrum blaðamönnum í leiðinni.