Stafræn íslenzka

Punktar

Google er að skanna bókasöfn háskólanna Oxford, Stanford og Harvard og ríkisbókasafn Bæjaralands. Allar bækurnar verða stafrænar og margar aðgengilegar almenningi, þær sem hafa útrunninn höfundarétt. Margir hafa potast áleiðis í slíkum verkefnum, en Google er eini aðilinn, sem hefur tekið allan pakkann. Þetta er bylting, sem tekur nokkra mánuði. Spurningin er, hvort þetta sé ekki ein virkasta leiðin til að bjarga íslenzku sem tungumáli. Ríkisstjórn og Þjóðarbókhlaðan eiga strax að semja við Google um að gera allt bókasafn þjóðarinnar aðgengilegt á veraldarvefnum.