Mannfallið staðfest

Punktar

Tölurnar í brezka læknaritinu Lancet um mannfall óbreyttra borgara í Írak hafa verið staðfestar. Vísindamenn við Alþjóðlegu þróunarstofnunina segja reikningsaðferðir John Hopkins stofnunarinnar hafa verið réttar eins og þær voru birtar í Lancet. 650.000 óbreyttir borgarar í Írak hafa fallið síðan Bandaríkin, Bretland og fleiri stríðsglæparíki hófu innrás þar í land. Stjórnvöld í þessum löndum vefengdu tölurnar á sínum tíma, en þær hafa eigi að síður staðist gagnrýni. Ritstjóri Lancet, Richard Horton, segir í Guardian, að þessi vestrænu manndráp séu skelfilegur stríðsglæpur.