Reyna að spara orku

Punktar

Ljósaperur mannkyns nota samtals þrisvar sinnum meiri orku en flugvélar mannkyns nota samtals. Með því að nota sparperur má minnka rafmagnsnotkun um tíu prósent. Sem svarar þriðjungi af allri orkunni, sem fer í flugvélar. Þetta eru meðal tíu ráðlegginga brezka blaðsins Guardian til lesenda sinna. Almennt eru fjölmiðlar í Evrópu orðnir meðvitaðir um verndun umhverfisins. Þeir reyna að hjálpa lesendum sínum til að taka þátt í að spara orku. Hér verður minna vart þessarar forustu fjölmiðla í umhverfismálum. Enda er hér áhugi almennings á umhverfismálum tiltölulega nýr af nálinni.