Rangfærslur bloggara

Punktar

Rangfærslur bloggara
Bloggarar um pólitík fara rangt með staðreyndir. Það gera fjölmiðlar ekki. Oliver Kamm skrifar um þetta í Guardian og bendir á, að bloggarar lúti ekki eftirliti ritstjóra. Enga hæfni eða þekkingu þarf til að blogga. Hann segir dæmin sanna, að stjórnmálaflokkar skaðist á að taka mark á bloggi. Þar sé á ferð hávær minnihluti, sem hefur fátt þarfara að gera en að blogga. Prófið að reyna að taka þátt í spjalli pólitískra bloggara. Það er ókleift, þeir öskra bara sömu innantómu klisjurnar í síbylju. Kamm telur, að bloggið hafi dregið pólitík á lægra plan.