Illa innrætt fífl

Punktar

Svo getur farið, að repúblikanar nái bara að halda suðrinu og miðvestrinu í næstu kosningum í Bandaríkjunum. Svo mikil er orðin óbeit þjóðarinnar á stríðsæði repúblikana og foráttuheimsku nýja íhaldsins, sem stýrði æðinu. Mikill hluti hægri arms flokksins er nú í felum, en annar hluti hans undirbýr innrás í Íran. Hún er sögð verða “pís of keik” eins og stríðið gegn Írak átti að vera á sínum tíma. Bandaríkjamenn eru nokkuð seint farnir að sjá, að leiðtoginn er illa innrætt fífl, sem gæti ekki einu sinni stjórnað olíuborpalli í Texas. Enda gat Bush það ekki.