Iacocca hefur stíl

Punktar

Ef mönnum finnst ég vera harðorður um Bush forseta, ættu þeir að lesa Lee Iacocca. Fyrrverandi forstjóri Chrysler dregur ekki styttri stráin. Hann kallar Bush “clueless bozo”, sem rambi um með aðstoð “corporate gangsters”. Tillaga Iacocca til þjóðarinnar hljóðar svona: “Throw the bums out”. Í greininni rekur Iacocca, hvaða kostum forstjóri þurfi að vera búinn og telur Bush alls ekki hafa þá neina. Ekki forvitni, frumleika, viðmót, persónu, hugrekki, sannfæringu, aðdráttarafl. Bezt er þó grein Iacocca fyrir textastílinn, sem er hátt yfir nokkru því, sem sést á íslenzku.