Bezta bókabúðin

Punktar

Stundum fer ég í bókabúð, ráfa þar um, tek upp bækur öðru hverju og fletti þeim. Fer út með þrjár bækur. Það er alltaf sama búðin, Amazon á vefnum. Eini gallinn við hana er, að ég fæ bækurnar í flugpósti eftir mánuð. Póstkerfið er svo lélegt í Bandaríkjunum, að ég þarf hraðpóst til að fá sömu þjónustu og í flugpósti frá Evrópu. En búðin bætir þetta upp með aðstoð við að velja bækur. Þarna má lesa ritdóma fagmanna og leikmanna, fletta síðum, lesa efnisyfirlit. Á grundvelli fyrri kaupa kemur Amazon með tillögur um frekari bókakaup. Það leiðir til síðari ferða í bókabúðina.