Mánuður er til kosninga og tími kominn til að loka eyrunum. Of mikill hávaði er framundan. Þar hefur fremst farið í flokki vinnumiðlunin Framsókn, sem lengi hefur auglýst stíft í sjónvarpi. Hún mun sennilega eyða meiru en aðrir í kosningabaráttu, enda var hún tregust í samstarf um að tempra útgjöld. Vinnumiðlunin verður komin upp í tugi milljóna króna áður en aðrir fara almennilega af stað. Aftur mun hún sýna sjónhverfingar, sem kjósendur fatta ekki. Þeir hafa alltaf látið plata sig. Fyrir átta árum héldu þeir, að Framsókn mundi afnema fíkniefni í landinu.