Þungamiðja búsetu á höfuðborgarsvæðinu færist smám saman austur, en ekki suður. Síðustu árin hefur miðjan færzt eftir Fossvogshverfi, um 44 metra á síðasta ári. Ekkert bendir til, að miðjan flytjist í Kópavog, sem senn er fullbyggður. Bráðum fara að segja til sín framkvæmdir í Norðlingaholti og Úlfarsfelli. Síðan kemur til skjalanna byggð á Kjalarnesi. Þess vegna er engin hætta á, að Reykvíkingar missi þungamiðjuna úr höndum sér næstu áratugina. Mestar líkur eru á, að miðjan mjakist norður fyrir Bústaðaveg yfir í Gerðin og endi á Elliðaárbrúnni.