Múrinn í Bagdað

Punktar

Bandaríkin hafa fundið lausn á borgarastríði Íraks, fimm kílómetra langan múr gegnum Bagdað til að skilja milli sjíta og súnníta. Múrinn á að verða tilbúinn eftir mánuð og varðveita súnníta í eins konar gettó. Hann minnir á múrinn, sem Ísrael reisti í Palestínu og múrinn, sem Bretland reisti í Ulster. Samanlagt eiga múrinn og Tígris-fljót að vera Kínamúr milli súnníta vestan ár og sjíta austan ár. Hernámið hefur enga lausn á vandræðum Íraks og beitir aðskilnaðarstefnu í staðinn. Á endanum verður landinu skipt í þrjú ríki kúrda, sjíta og súnníta.