Leyniþjónusta Pútíns hefur tekið stjórn á öllum mikilvægum fjölmiðlum í landinu. Stærstu útvarpskeðju landsins hefur verið skipað að hafa minnst 50% frétta jákvæðar. Bönnuð er svokölluð jaðarmennska, svo sem frásagnir af mótmælum á vegum Kasparovs, fyrrverandi heimsmeistara í skák. Hann er sakaður um róttækar skoðanir og “vandalisma”. Nú er stjórn hins nýja Stalíns farin að eltast við bloggara með húsleit gegn netþjónum. Allt er þetta undirbúningur kosninganna, sem verða í haust. Félagi Pútín stefnir að einræði á borð við það, þegar félagi Stalín fékk 101% atkvæða. SjáIHT.