Enn eitt gæludýr Framsóknar hefur fengið starf á síðustu vikum fyrir kosningar. Hjálmar Árnason hrökklaðist úr framboði í vetur og hefur verið atvinnulaus síðan. Skyndilega var búinn til skóli, sem enginn hafði heyrt um. Starfsgreinaháskólinn verður stofnaður í borðkrók Hjálmars og látinn byrja í haust, að sögn menntaráðherra. Svona eru háskólar stofnaðir á Íslandi í dag. Þeir eru ekki bara stofnaðir úti um hreppa og grundir, heldur einnig til að útvega bara einum manni vinnu. Dýr er vinnumiðlun Framsóknar á lokaskeiði valdaferils hennar. Burt með hana.