Nöfn eru bannorð

Punktar

Stöð 2 leyndi nafni mannsins, sem lamdi hestinn. Sýndi myndskeiðið fram og aftur og endurteknar fordæmingar álitsgjafa. Hún staðsetti atvikið við Vatnsenda í Reykjavík og talaði við húsráðendur, sem könnuðust við manninn. Stöðin vissi því nafnið. Í alvöruþjóðfélagi með alvörufjölmiðlum er fólk nefnt á nafn, þegar það kemur við sögu. En hér hefur myndazt ógeð á nöfnum, rétt eins og ógeð á sannleika. Oft má satt kyrrt liggja, segja Íslendingar, nöfn eins og annað. Hér er leyndarhjúpur yfir því, sem menn vilja ekki sjá né heyra. Þetta er lenzka og félagslegur rétttrúnaður. Þjóðarskömm.