Minnisvarði um arkitekt

Punktar

Nú vilja þeir troða niður minnisvarða um arkitekt á horn Austurstrætis og Lækjargötu. Hafa alþjóðlega samkeppni og fá heimsins flottasta hús. Og minna á Norræna húsið. Mér finnst hægt að hafa slík hús, þar sem þau eiga við, en ekki í miðbæ Reykjavíkur. Auk þess er ég dauðhræddur við nánast alla nútíma arkitekta. Ég viðurkenni, að elztu hús bæjarins eru fátækleg, en þau eru partur af sögu okkar. Saga okkar er saga fátæktar. Við erum enn þjóð á biðlistum. Haraldarbúð á að endurreisa í upprunalegri mynd. Við eigum að sjá þar fortíðina í stað minnisvarða um Alto, Saarinen eða Gehry.