Eftir að hafa ofsótt sjálfstæða mannréttindastofu árum saman, segjast stjórnvöld vilja efla mannréttindi. Valgerður Sverrisdóttir ráðherra vill komast í mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna og stofna hér sjálfstæða mannréttindastofu. Ekki veit ég, hvað hún var að hugsa, þegar stjórnin skar niður fyrri fjárveitingar til slíkrar stofu. Líklega er þetta tengt kosningum eins og margt annað, sem spilltir og hugstola ráðherrar vilja gera þessa fjörugu daga. Skyndilega er það orðið gott, sem þeir hafa vanrækt heilu kjörtímabilin og jafnvel skorið niður. Maður gæti ælt.