Fín kosningabarátta

Punktar

Óþarft er og ekki hægt að hleypa lífi í kosningabaráttuna. Hún er fín eins og hún er og segir okkur nóg um framboðið. Tekizt er á um mikilvæg mál, sem fólk tekur til sín. Munurinn innan fjórflokksins er greinilegur og hefur aldrei verið skýrari. Eini vandinn er hjá þáttastjórum, sem geta ekki æst frambjóðendur í spjalli um óendanlega röð hliðarmála, sem allir geispa yfir. Málið snýst um bláar og bleikar skoðanir, grænar og rauðar, svo og framsóknarsvartar. Menn segja ekki hug sinn í könnunum. Samt er allur þorri fólks þegar búinn að ákveða, hvaða liti hann vill og hvaða liti hann kýs.