Sextán ára kjósi

Punktar

Austurríkismenn eru að færa kosningaaldurinn niður í sextán ár fyrstir Evrópubúa. Það er rétt stefna. Fráleitt er að skattleggja ungt fólk án þess að réttindi fylgi á móti. Sextán ára fólk er látið borga skatta. Um leið á að leyfa því að kjósa, kaupa áfengi, keyra bíl og haga sér almennt á sama hátt og fullorðið fólk. Hins vegar þarf að bæta fræðslu unglinga um pólitík, áfengi, akstur, en það er önnur saga. Stytta þarf vandræðagang langvinnra unglingsára og gera fólk fullorðið á einum degi. Helzt á formlegan hátt með athöfn á borð við fermingu. Sextán ár eru fín tímamót.