H.D.S. Greenway ræðir í Boston Globe um tvær nýbúastefnur í Evrópu. Önnur sé brezk og hin frönsk. Bretar vilji fjölmenningarríki og Frakkar vilji, að nýbúar verði franskir. Báðar leiðirnar hafi mistekizt. Hópar nýbúa hafi lent í útistöðum við samfélagsið. Einkum hafi róttækar stefnur í heimi múslima laskað sambúðina. Svo sé komið, að þriðja kynslóð múslima hafni vestrænu samfélagi. Hvorugt ríkið hefur vandað sig nógu vel við að taka á móti nýbúum. Það gildir einnig um önnur ríki í Evrópu, hvort sem þau hafa farið brezku eða frönsku leiðina. Rétt leið aðlögunar hefur ekki fundizt.