Kári Stefánsson og deCode Genetics eru komin áleiðis í vísindum. Ritgerðir á vegum fyrirtækisins eru farnar að birtast í Science og Nature Genetics. Þar hafa þær farið gegnum síu fræðimanna til að dæmast birtingarhæfar. Fyrr á árum hélt Kári bara blaðamannafundi með fáfróðum blaðamönnum og kynnti þeim frábærar uppgötvanir, sem ekki héldu vatni. Allir geta haldið fundi með fáfróðum og talað tungum. Nú er fyrirtækið komið í alvörumál og hægt að fara að taka mark á því. Keppninautur Kára, David Altshuler, segist í New York Times taka ofan hattinn fyrir deCode. Það er ánægjuleg nýbreytni.