Skoðanakannanir hafa versnað. Í gamla daga voru símakannanir betri en þjóðskrárkannanir, því að allir höfðu skráðan síma og alltaf náðist 100% úrtak. Þá var skekkjan í símakönnunum 1-2%. Nú eru menn farnir að nota óskráða farsíma í stað heimilissíma. Úrtakið hefur því skekkzt. Auk þess svarar bara helmingur. Síminn er núna engu betri en þjóðskráin, hvor um sig sögð vera með 2-3% skekkju. Það er allt of lágt mat. Þegar talið verður, mun koma í ljós, að skekkjan í síðustu könnunum er komin upp í 3-4%. Það er rosalega mikil skekkja. Allt er því enn opið, hvað sem kannanir segja.