Jón Sigurðsson segir í blaðaauglýsingum, að Heritage Foundation hrósi árangri Framsóknar við stjórn Íslands. Þetta er bandarísk stofnun yzt á hægri kantinum, hefur barizt fyrir Chicago-hagfræðinni og Washington-sáttinni. Sú stefna stjórnar Bandaríkjunum og Alþjóðabankanum, annarri stofnun, sem Jón vitnar til. Afleiðingar stefnunnar eru skelfilegar á báðum stöðum. Ef Heritage Foundation hrósar gerðum Framsóknar, er engin furða, þótt aldraðir, öryrkjar og biðlistafólk kvarti. Framsókn er komin út á yzta hægri jaðarinn og hrósar sér af því. Hún hefur sagt skilið við almenning.