Gelatín í lýsispillum

Punktar

Innlendur og erlendur matvælaiðnaður setur gelatín í vörur, þótt þess sé ekki þörf. Gelatín er búið til úr hökkuðum beinum og húðum stórgripa. Sumir vilja forðast gelatín af ótta við Creutzfeldt-Jakob sjúkdóminn og aðrir af því bara að þeir eru grænmetisætur. Engin ástæða er til að neyða gelatíni ofan í slíkt fólk með því að segja ekki frá því í innihaldslista vörunnar. Komið hefur í ljós, að Lýsi setur draslið í lýsispillur án þess að geta þess á umbúðum. Það er auðvitað forkastanlegt eins og allar tilraunir matvælaiðnaðar til að hindra fólk í að vita, hvað það er að borða.