Eitt mesta þjóðþrifamálið er að efla tölvusamskipti við útlönd. Við erum tæpast á heimskortinu vegna ótrausts kapalsambands um höfin. Því flýja innlend tölvufyrirtæki land og erlend þora ekki að festa hér rætur. Nú hefur tölvurisinn Yahoo spurzt fyrir um bætt netsamband, því að hann hefur áhuga á að setja hér upp netþjónabú. Stjórnvöldum ber að taka vel í þetta, reyna að haga tölvusambandi við útlönd þannig, að það sé hratt og öruggt, bili alls ekki. Það er brýnna en að ábyrgjast skuldir orkuvera og að niðurgreiða rafmagn til stóriðju, sem er gamaldags bisness.