Vinnumiðlunin tapaði

Punktar

Vinnumiðlunin tapaði kosningunum í gær, hrapaði úr tólf þingmönnum niður í sjö. Eftir er bara sá tíundi hluti kjósenda, sem hefur notið góðs af sértækri gjafmildi flokksins. Ofan á spillinguna bættist, að vinstri grænir náðu græna kantinum af Framsókn fyrir nokkrum árum. Vinnumiðlunin málaði sig út í horn sem svartur flokkur stóriðju, undir forustu nýs formanns með úrelta hagfræði Alþjóðabankans að leiðarljósi. Vægar líkur eru á, að Framsókn hafi næstu árin aðstöðu til að veita gæludýrum sértækar fyrirgreiðslur. Kjósendur sögðu: Engin spilling, algert stopp.