Þegar búið var að telja upp úr kössunum, missti fólkið völd og traust. Forstjórar stjórnmálaflokkanna gripu aftur máttinn og dýrðina. Þeir passa að láta kjósendur ekki vita um efni brallsins, sem hófst í kjölfar kosninganna. Fjölmiðlar komust að fundi Geirs og Jóns og fundi Ingibjargar og Steingríms. En ekkert lekur um, hver hyggst vinna með hverjum í næstu ríkisstjórn. Geir gefur í skyn, að hann muni vinna með Jóni, þótt þjóðin hafi hafnað Jóni. Hvað sem pólitískir stjórar segja um ágæti kjósenda fyrir kosningar, eru þeir sammála um að hunza þá, þegar búið er að telja.