Prentmiðlar og bloggið

Fjölmiðlun

Erlendis minnkar lestur dagblaða árlega og raunar einnig notkun annarra fréttamiðla. Það spillir fjárreiðum dagblaða, veldur uppsögnum á ritstjórn og rýrir þjónustuna. Það er dæmigerður vítahringur. Skúbbin flytjast á vefinn og miðlungs prentmiðlar hafa ekki ráð á rannsóknablaðamennsku. Það er samt ekki bloggið, sem drepur hefðbundna miðla. Dagblöð drepast einkum af því, að fólk venst því úr sjónvarpi og af vefnum, að fréttir séu ókeypis. Eina vörnin gegn því er, að prentmiðlar verði líka ókeypis. Prentmiðlar í áskrift eru orðnir tímaskekkja. Því miður, þeir voru góðir.