Falwell er dauður

Punktar

Jerry Falwell er dauður. Hann var einn af þessum ógeðfelldu mönnum, sem stjórnað hafa róttækri hægri kristni í Bandaríkjunum. Í vefritinu Slate er minningargrein eftir Timothy Noah um Falwell. Þar er úrval af ummælum Falwells, sem einkenndust af fordómum, hatri og mannvonzku. Fallwell sagði eyðni vera hefnd guðs á hommum. Hann réðist á Martin Luther King og Desmond Tutu biskups. Hann sagði kirkjur eiga að reka alla skóla í landinu. Hann sagði femínista vanta karlmenn til að segja þeim, hvað klukkan sé og leiða þær heim. Hann sagði hlægilegt að hafa áhyggjur af mengun andrúmsloftsins.