Vistkerfi, fegurð, gróður

Punktar

Kolefnisjöfnun bíla og flugferða er í tízku núna. Það er vistvæn stefna, sem ráðamenn fyrirtækja skilja. Fyrir nokkrum árum komst í tízku andstaða gegn spjöllum á náttúrufegurð. Það er hornsteinn stefnu stjórnmálaflokka, sem segjast vera grænir, til vinstri eða hægri. Lengi hefur verið rifizt um þriðja þáttinn, bann við lausagöngu sauðfjár á afréttum. Hún hefur átt erfitt, því að hún beinist gegn rányrkju bænda. Hún er öðrum þræði sagnfræðileg, stefnir að endurheimt gróðurs í landi, sem fyrir landnám var viði vaxið milli fjalls og fjöru. Allt þetta þrennt þarf að fara saman.