Í gær mátti sjá í blogginu, hverjir eru spunakerlingar og hverjir ekki. Spunakerlingar fara eftir dagskipunum úr flokknum sínum um að kalla væntanlega ríkisstjórn Sjálfstæðis og Samfylkingar ákveðnu nafni. Annað hvort kalla menn hana Baugsstjórn eða Þingvallastjórn. Fyrra heitið er reiðilestur Framsóknar og síðara heitið er varnaraðgerð stuðningsmanna nýju stjórnarflokkanna. Svona nafngiftir eru óþarfar. Þær voru líka óþarfar um þá ríkisstjórn, sem nú er að hætta eftir heil þrjú kjörtímabil. En það er fínt að kíkja eftir nafngiftunum til að strika spunabloggara af lestrarlistanum.