Nató tregt í taumi

Punktar

Framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins reynir stöðugt að juða ríkjum þess til að taka meiri þátt í stríðinu gegn Afganistan. Jaap de Hoop Scheffer hitti George W. Bush forseta í Texas í gær. Ítrekuðu þeir kröfurnar um meira stríð þar eystra. Bandaríski herinn er þar þekktur af að drepa fólk í misgripum. Afganar eru eðlilega orðnir þreyttir á því. Sem betur fer vill Evrópa ekki hlusta á þá félaga. Aðeins Bretland og Kanada taka virkan þátt í hernaðinum. Menn spyrja sig, hvaða tilgangi þjóni að púkka undir leppinn Hamid Karzai forseta og bróður hans, mesta heildsala fíkniefna í heiminum.