Stjórnarsáttmálinn er eins og aðrir slíkir, sem ég hef séð. Hann gæti verið samkomulag hvaða flokka sem er. Ekkert er sagt beinum orðum. Ekki einu sinni Norðlingaölduveitu er hafnað berum orðum, þótt flestir telji orðalag benda til þess. Flest á að skoða, leggja áherzlu á eða setja nefnd í málið. Gömul venja segir stjórnmálamönnum að hafa sáttmála loðna og sleipa. Þess vegna eyddi ég tímanum enn og aftur til einskis, þegar ég reyndi að lesa froðuna. Betra er að spá í ráðherrana sjálfa. Sumir eru líklegir til að sinna vel sínu starfi, aðrir eru líklegir að pota kjördæmum og hagsmunum.