“Minn tími mun koma,” sagði Jóhanna Sigurðardóttir fyrir þrettán árum. Nú er hún orðin fyrsti velferðarráðherra Íslands. Í ríkisstjórninni gætir hún hagsmuna lítilmagnans. Ég hef trú á, að henni farist það vel úr hendi. Hún hefur reynslu í starfi, hefur þrisvar verið ráðherra félagsmála. Hún býr í þessari ríkisstjórn við meiri tiltrú en í fyrri skiptin. Tilvist Jóhönnu í ríkisstjórninni tryggir, að velferð verði í meiri metum næstu tvö árin en verið hefur undanfarin tólf ár. Það er helzti kosturinn við að losna við Framsókn og fá í staðinn Samfylkinguna, það er að segja Jóhönnu í tvö ár.