Sjávarkjallarinn sekkur

Veitingar

Sjávarkjallarinn er ekki lengur einn af toppstöðum landsins. Hann lifir sig inn í ferðabransann, afgreiðir tólf rétta syrpu á flest borð. Andargiftin var horfin úr hlutlausri matreiðslu. Ekkert laxabragð var að laxi og ekkert humarbragð að humri. Heitir réttir komu kaldir á borð. Verst var þó, að réttir voru lagaðir með fyrirvara og síðan sóttir í kæliskáp. Allt var á færibandi, fyrirlestrar þjóna á miklum hraða í belg og biðu, áhugalaust og vélrænt. Sjávarkjallarinn lifir á frægðinni. Í gærkvöldi var ég þar, lítið hrifinn. Bið verður á, að ég fleygi aftur tíuþúsund krónum í sjóinn.