Einar K. Guðfinnsson hefur tvær skoðanir samtímis. Annars vegar mundi landbúnaðurinn ekki lifa af innflutning á erlendum kjötvörum. Hins vegar megi ekki rekja hátt matarverð hér á landi til landbúnaðarins. Hann gæti eins sagt, að jörðin sé flöt. Ef landbúnaðurinn þolir ekki innflutta vöru, má rekja hátt matarverð til hans. Svo einföld er rökfræðin. En hinn nýi landbúnaðarráðherra þarf ekkert á rökum að halda. Hann fullyrðir bara það, sem honum dettur í hug hverju sinni, því að hann hirðir ekki um að lúta rökum. Jafnvel þótt hann flytji óvart sjálfur rökin samtímis.