Rúv.is sagði í gær, að deCode Genetics hafi fundið erfðabreytileika í tölfræðilegu samhengi við brjóstakrabbamein. Guardian.com segir í gær, að Cancer Research í Cambridge í Englandi hafi fundið erfðabreytileika í tölfræðilegu samhengi við brjóstakrabbamein. Samkvæmt fjölmiðlunum virðast tvö gengi vísindamanna hafa gert nákvæmlega sömu uppgötvunina á sama tíma. Líklegra er samt verið að tala um sama hlutinn frá tveimur sjónarhornum. Nature.com fjallar um þetta í gær og telur Cancer Research hafa verið að verki. Þar er þó nefnt, að einn þáttur málsins hafi verið unninn á Íslandi.