Ég borga tæpar 8.000 krónur fyrir ADSL hraða á tengingu við húsið. Einnig borga ég fyrir sjónvarpsrásir. Nú er kominn ljósleiðari hér og menn bjóða þjónustu á honum. Ég á að borga á mánuði 2.400 fyrir sambandið og 8.000 krónur fyrir hraðann. Mér er ekki ljóst, hvað ég á að borga fyrir tengingar innanhúss. En ég þarf áfram að borga fyrir rásirnar. Því spyr ég: Hver er plúsinn við ljósleiðarann? Um mínusinn veit ég, hann kostar miklu meira. Því skyldi ég borga meira? Hvernig dettur þeim í hug að rukka 8.000 fyrir hraða? Svarið er einfalt, þetta eru fá fyrirtæki og saman eru þau einokun.