Búið er að strika út marga virkjunarkosti í sáttmála ríkisstjórnarinnar. Eftir standa umdeild atriði á borð við vatnsvirkjanir í neðri hluta Þjórsár og á vatnasviði Héraðsvatna. Svo og gufuvirkjanir á Þeistareykjum og víða um Reykjanesskaga. Þetta breytir áherzlum umhverfisbaráttunnar. Hún mun beina athygli sinni að hönnun gufuvirkjana. Sandkassaleikur Orkuveitunnar við Hveradali bendir til, að brýnt sé að kenna verkfræðingum veitunnar góða siði í umgengni við náttúruna. Slíkt tekst varla í Landsvirkjun fyrr en þar er búið að skipta út ráðamönnum. Þeir umpólast tæpast af sjálfu sér.