Afganar flækjast fyrir

Punktar

Auknar líkur eru á, að stríð Bandaríkjanna og Nató gegn Afganistan tapist. Það segir Karl F. Inderfurth í International Herald Tribune. Þetta skiptir okkur máli, af því að höfðum þar teppasala eða “jeppagengi” samkvæmt orðum Valgerðar utanríkisráðherra. Inderfurth segir, að stríðið um hug og hjörtu heimafólks sé að tapast vegna fjöldamorða hernámsliðsins á óbreyttum borgurum. Sú venja hefur skapast í Bandaríkjunum og Nató, að innfæddir í þriðja heiminum eru taldir einskis virði. Þeir eru skotnir, ef þeir eru fyrir. Þetta hefur valdið hugarangri víða í Evrópu. En ekki hér á landi.