Fíflast á YouTube

Punktar

Veraldarvefurinn breytti pólitíkinni í kosningabaráttunni. Fleiri raddir heyrðust en hefðbundnu fjölmiðlanna og bloggara á þeirra vegum. Mikla sveiflu í fylgi flokka má að einhverju leyti rekja til breiðrar umræðu á veraldarvefnum. Þetta eru þó smámunir í samanburði við pólitík næstu ára. Þá byrja þeir að fullorðnast, sem nú eru á gelgjuskeiði og hafa gaman af að fíflast á YouTube. Sú heimska verður notuð gegn fólki, þegar það vill segja skilið við barnaskapinn og þykjast ætla fram í pólitík. Þá verða dregnar upp óþægilegar gemsamyndir úr gömlum hasspartíum vanþroskaðra.