Ég hef ekki áhyggjur af gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á Seðlabankann. Hún er hagsmunagæzla frekar en sannleikur. Vilji samtökin lægri vexti, eiga þau að heimta evru í stað krónu. Seðlabankinn er bara að bregðast við óeðli í hagkerfinu. Af hagsmunaástæðum reyna samtökin að tala niður krónuna. Hún er hins vegar of lágt skráð, dönsk króna kostaði oft tíkall en kostar núna tæpar tólf krónur. Atvinnulífið þorir ekki að tala um of hátt kaup. Því er talað um, að krónan sé of hátt skráð. Bezt er að leysa vexti og gengi með evrunni. Verkalýðsfélög eru raunar farin að heimta hluta af launum í evrum.